Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Þjóðhátíð Árbæjarsafnsins

June 17 @ 1:00 pm - 4:00 pm

Þjóðhátíðardeginum 17. júní verður fagnað með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá þar sem þjóðbúningar, þjóðdansar, fjallkonan, fornbílar, harmóníkuleikur og gömlu góðu sleikjóarnir koma við sögu. Frítt inn í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins. 🇮🇸
Að vanda eru þjóðbúningurinn og þjóðdansar í öndvegi á þessum hátíðardegi og eru gestir hvattir til að mæta í eigin þjóðbúningi.
Fjallkonu Árbæjarsafns verður skautað í safnhúsinu Lækjargötu kl. 14 en eftir það hefst kennsla í þjóðdönsum undir leiðsögn Atla Freys Hjaltasonar.
Nokkrir félagar úr Fornbílaklúbbnum mæta með drossíur sínar sem verða til sýnis á víð og dreif um safnsvæðið.
Skátar verða með fjáröflun á safntorginu og Slysavarnardeildin í Reykjavík verður með veitingasölu við Dillonshús.
Litríku og góðu sleikjóarnir verða á sínum stað í Krambúðinni.
Harmóníkuleikur verður við torgið, Árbæ og við Dillonshús.
Komið og fagnið 80 ára afmæli lýðveldisins með okkur á Árbæjarsafni!

Details

Date:
June 17
Time:
1:00 pm - 4:00 pm