Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Hátíðarhöld Þingvöllum- 80 ára afmæli lýðveldisins

June 15 - June 16

15 og 16 júní eru hátíðarhöld á Þingvöllum í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins og 1150 ára afmæli Íslandsbyggðar.

16:00 Fjallkonan snýr aftur
Á lýðveldishátiðinni 17. Júní 1944 „gleymdist“ fjallkonan í öllum hátíðarhöldunum og slæma veðrinu. Nú mun fjallkonan fá uppreist æru og stíga upp á pall á Lögbergi.
Staðsetning – Lögberg

Félagar í Þ.Í. eru hvattir til að klæðast íslenska þjóðbúningnum og hittast saman þann 16.júní frá kl 13:00- 17:00

Nánari upplýsingar um dagskrá:

Velkomin til Þingvalla – Dagskrá laugardaginn 15. júní

13:00 Heill heimur af börnum – Ef ég væri forseti…
Börn á Íslandi miðla á skapandi hátt á nýju gagnvirku Íslandskorti því sem þeim finnst mikilvægt og áhrifaríkt í lífi sínu og umhverfi. Ásmundur Einar Daðason afhjúpar menningarkort barnanna
Í kjölfarið verður vinnustofan, “Ef ég væri forseti…” undir stjórn Kristínar R. Vilhjálmsdóttur.
Staðsetning – Gestastofa á Haki 

13:00 – 16:00  Fornleifaskóli barnanna
Verður starfandi við Valhallarsvæðið sem gefur krökkum tækifæri á að setja sig í spor fornleifafræðinga, grafa eftir hlutum og teikna upp rústir.
Staðsetning – Valhöll 

13:00-17:00 Víkingar
Víkingatjöld verða uppsett á búðarústum á nokkrum stöðum norðan Valhallareitsins ásamt því að víkingar og handverksmenn sýna verk sín um leið.
Staðsetning – Valhöll 

Kl 14:00 Lýðveldisganga með landverði
Gönguferð frá gestastofu þjóðgarðsins á Haki. Áhersla verður á lýðveldishátíðina 17. júní 1944.
Staðsetning – Valhöll 

Kl: 14.00 Leikhópurinn Lotta – Söngvasyrpa
Leikhópurinn Lotta verður verður með söngvaskemmtun við Valhallarreitinn.
Staðsetning – Valhöll 

Kl 14:00-16:00 Skógarganga
Gönguferð í Skógarkot með landverði þar sem fjallað verður um náttúru sigdalsins og sögu eyðibýlanna í þjóðgarðinum.
Staðsetning – Valhöll 

14:00-16:00 Tónleikar í Þingvallakirkju

16:00 Ljósmyndasýning 17. júní 1944
Opnun ljósmyndasýningarinnar 17. júní 1944 í gestastofu þjóðgarðsins á Haki. Sýningin er unnin í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands og verður til sýnis myndefni frá hátíðarhöldum á Þingvöllum þegar Ísland varð sjálfstætt.

13:00 – 17:00 Matarvagnahátíð á Valhallarreitnum
Matarvagnar í samstarfi við Reykjavík Street Food verða við Valhallarreitinn. Þar geta gestir keypt sér veitingar í föstu og fljótandi formi.

Velkomin til Þingvalla – Dagskrá sunnudaginn 16. júní

11:00 Gengið til góðs – Lýðveldið Ísland á tímamótum
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands gengur með gesti frá Haki, niður Almannagjá og endar við Valhallarreitinn.
Staðsetning – Gestastofa Hak

11:00 Ferðafélag barnanna skundar á Þingvöll
Ferðafélag barnanna býður upp á göngu á þingvöllum í tilefni 80 ára lýðveldisafmæli íslensku þjóðarinnar. Gengið verður frá geststofunni á Haki, niður Almannagjá og að Öxarárfossi. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Ferðafélags barnanna.

13:00 – 22:00 Matarvagnahátíð á Valhallarreitnum
Matarvagnar í samstarfi við Reykjavík Street Food verða við Valhallarreitinn. Þar geta gestir keypt sér veitingar í föstu og fljótandi formi.

13:00 – 16:00 Sungið með landinu á Þingvöllum
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setur kórahátíð í Almannagjá við Lögberg. Fjöldi kóra mun skiptast á að syngja við Lögberg á hálftíma fresti. Sjá nánar á viðburðinum Kórahátíð.
Kóradagskrá 16. júní við Lögberg í Almannagjá.
13:00 Samkór eldri borgara
13:30 Karlakór Kjalnesinga
14:00 Kvennakór Hafnarfjarðar
14:30 Hljómfélagið
15:00 Kvennakór Háskólans
15:30 Raddbandafélagið
Staðsetning – Lögberg

13:00 – 16:00 Fornleifaskóli barnanna
Fornleifaskóli barnanna verður starfandi við Valhallarsvæðið sem gefur krökkum tækifæri á að setja sig í spor fornleifafræðinga, grafa eftir hlutum og teikna upp rústir.
Staðsetning – Valhöll 

13:00-17:00 Víkingar
Víkingatjöld verða uppsett á búðarústum á nokkrum stöðum norðan Valhallareitsins ásamt því að víkingar og handverksmenn sýna verk sín um leið.
Staðsetning – Valhöll 

14:00 – 16:00 Teymt undir börnum við Öxará
Börnum er boðið að kynnast íslenska hestinum við bakka Öxarár.
Staðsetning – Valhöll

15:00 Glíma
Glímusýning verður í boði Glímusambands Íslands. Gestir fá bæði að sjá fagmenn leika listir sínar í þessari fornu þjóðaríþrótt íslendinga. 
Staðsetning – Valhöll

16:00 Fjallkonan snýr aftur
Á lýðveldishátiðinni 17. Júní 1944 „gleymdist“ fjallkonan í öllum hátíðarhöldunum og slæma veðrinu. Nú mun fjallkonan fá uppreist æru og stíga upp á pall á Lögbergi.
Staðsetning – Lögberg

15:00 Glíma
Glímusýning verður í boði Glímusambands Íslands. Gestir fá bæði að sjá fagmenn leika listir sínar en einnig að reyna á sína eigin kunnáttu í þessari þjóðaríþrótt.
Staðsetning – Valhöll

16.00 – 21:30 Söngvavaka á Valhallarreitnum á Lýðveldishátið

16:00 Leikhópurinn Lotta söngvasyrpa
16.30 Góss
17.30 Bubbi
18.30 Valdimar
19.45 Raddbandafélagið
20.00 GDRN og Reiðmenn vindanna
20.30 Helgi Björns og Reiðmenn vindanna
Staðsetning – Valhöll

 

Velkomin til Þingvalla – Dagskrá mánudaginn 17. júní

15:00 – Hátíðarguðþjónusta í Þingvallakirkju. Séra Axel Arnarson Njarðvík þjónar fyrir altari.

______________________________________________________________________

Lýðveldishátíð á Þingvöllum 15-17. júní
Mikið verður um að vera í þjóðgarðinum á Þingvöllum um næstu helgi. Boðið verður upp á margháttaða dagskrá til að minnast þeirra merku tímamóta er Ísland varð sjálfstætt lýðveldi þann 17. júní 1944 við hátíðlega athöfn að Lögbergi á Þingvöllum.
Hátíðardagskrá verður helgina 15. og 16. júní með ýmsum viðburðum, sýningaropnun í gestastofu, gönguferðum með góðum leiðsögumönnum m.a. landvörðum og forseta Íslands, kórasöng í Almannagjá þar sem fjölmargir kórar munu syngja og söngvavöku á sunnudagskvöldið á gamla Valhallarreitnum. Frá klukkan 16:00 og fram eftir kveldi munu gestir á Þingvöllum syngja saman á söngvavöku á Valhallarreit. Meðal þeirra sem koma fram eru Leikhópurinn Lotta, Söngsveitin Góss með Sigríði Thorlacius og Sigurði Guðmundssyni í broddi fylkingar, Bubbi Morthens, Raddbandafélag Reykjavíkur, Valdimar, Reiðmenn vindanna, Helgi Björns og GDRN. Þar verða einnig fjöldi matarvagna hátíðardagana þar sem hægt verður að gera vel við sig í mat og drykk og eiga ljúfa stund með fjölskyldunni.
Þjóðhátíðardaginn 17.júní verður hátíðarguðsþjónusta í Þingvallakirkju kl. 15.00
Nánari upplýsingar um dagskrána og umferðarstýringu má finna á heimasíðu þjóðgarðsins á Þingvöllum:
Nokkur atriði varðandi umferð:
Ljóst er að umsvif hátíðarhaldanna mun hafa áhrif á samgöngur á svæðinu en reynt verður eftir fremsta megni að halda umferð hópferðabíla og annarra ferðaþjónustuaðila um Þingvelli óraskaðri. Samráð hefur verið haft við ferðaþjónustuaðila við Silfru svo þeir geti sinnt gestum sínum.
• Bílastæði verða útbúin á grasflötunum við Efrivallaveg neðan við Öxarárfoss, ásamt því að tjaldsvæðið á Syðri-Leirum, sunnan þjónustumiðstöðvarinnar verður nýtt sem bílastæði ef þörf krefur. Einnig verða eldri bílastæði frá fyrri hátíðum nýtt vestan gestastofunnar við Hakið.
• Um helgina verður fallið frá aðskilnaði smærri og stærri hópbifreiða fyrir framan gestastofu þjóðgarðsins og verður þeim öllum vísað á stærra rútubílastæðið. Innra stæðið, sem nú er nýtt undir smærri hópbifreiðar, verður nýtt undir almenna fólksbíla. Þess má geta að heimilt er að leggja smærri hópbifreiðum meðfram vegkantinum inn að gestastofu.
• Frá og með föstudeginum 14. júní verður Valhallarvegi (363) lokað við Silfru og inn að Valhallarreitnum. Mun sú lokun vara alla helgina.
• Veglokun verður við gatnamót Efrivallavegar (361) og Vallavegar (362) og þar verður umferð stýrt niður í átt að Þingvöllum og Þingvallavatni.
• Ferðaþjónustuaðilar hafa að venju aðgengi að bílastæðunum P1, P2 og P3 en líkt og áður var nefnt verður lokað niður að P5 (Valhallarbílastæðinu).
• Ef bílastæðin á völlunum neðan við Öxarárfoss fyllast þá verður hátíðargestum kleift að leggja á tjaldsvæðinu á Syðri Leirum. Þaðan er um 25 mínútna ganga niður að Valhallarreitnum en einnig verður boðið upp á gjaldfrjálsa akstursþjónustu í hópferðabíl frá Syðri Leirum niður að Flosagjá/Peningagjá. Þaðan tekur aðeins fáeinar mínútur að ganga síðasta spölinn niður að hátíðarsvæðinu.
• Handhafar P-merkja geta áfram lagt við Flosagjá/Peningagjá.

Details

Start:
June 15
End:
June 16

Organizer

Þjóðbúningafélag Íslands
Email
postur@thjodbuningur.is