
Þjóðbúningamessa verður í Krosskirkju í Austur Landeyjum, sunnudaginn 19. apríl kl. 13:00. Prestur er Sr. Kristján Arason og organisti er Guðjón Halldór Óskarsson. Eftir messu mun kvenfélagið Freyja bjóða til kaffi og meðlæti í félagsheimilinu Gunnarshólma í Austur Landeyjum, gegn vægu gjaldi. Allir hjartanlega velkomnir, og hvetjum fólk sem á þjóðbúninga til að koma í þeim til messu.
Meðfylgjandi mynd er frá Jónu Sigþórsdóttur